PÁLL Á FLUGSAFNI ÍSLANDS

14. október 2010

Sælir félagar.

Á þriðjudaginn fórum við Erling Andreassen flugvirki til Akureyrar til að aðstoða við að koma vélinni okkar inn á safnið. Þar fengum við höfðinglegar móttökur eins og alltaf, Gestur tók á móti okkur með kaffi og kruðiriji. Svo var farið í að færa út vélar og búa til pláss fyrir Pál. Eftir að hann var kominn í hús þurfti síðan að raða inn aftur og var það talsvert vandaverk. Arngrímur Jóhanns bauð okkur félögunum í stutt flug á sjóvélinni sinni og lenti með okkur á Pollinum á Akureyri. Erling gerði síðan tilraun með að setja olíudren á mótórona og á eftir að koma í ljós hvernig það kemur út. Erling fer síðan aftur norður til að taka rafgeymana úr vélinni og koma þeim í viðeigandi geymslu með hleðslu.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA