PÁLL Á FLUGI DAGLEGA

20. maí 2008

Góðan dag félagar.

Í gær var Páli Sveinssyni flogið yfir höfuðborgarsvæðið. Þetta var og er þáttur í flugviku Flugmálafélags Íslands þvélinni ví verður flogið alla vikuna milli kl. 18-19. Þessu líkur síðan á laugardag með flugsýningu. Ég set hérna inn dagskráratriðin:

Á sunnudag voru Fluggarðar opnir. Á mánudag komu gamlar flughetjur saman til pallborðssögustundar.

Í dag þriðjudag er dagurinn helgaður sjúkra- og björgunarflugi. Opið hús og umræður um sjúkra- og björgunarflug í skýli Landhelgisgæslunnar kl. 17:00-19:00.

Miðvikudag 21. maí er þemað flugþekking-sérþekking þar sem boðið verður upp á fyrirlestra í skýli 25 í Fluggörðum kl. 20:00. Eins verður opið hús hjá Flugstoðum kl. 17:00-19:00.

Fimmtudag 22. maí verður þemað Samgöngur þjóðar-lífsæð borgar, málþing um stöðu flugsins í skýli 25 í Fluggörðum. Síðan verður opið hús hjá grasrótinni þar sem flugklúbbar á höfuðborgarsvæðinu taka á mót gestum kl. 17:00-19:00.

Á föstudag verður snertilendingarbrautin á Sandskeiði vígð kl. 14:00 og þeir aðilar sem bjóða upp á viðskipta-, þyrlu og útsýnisflug verða með opið hús kl. 17:00-19:00.

Þessu líkur síðan á laugardag með flugsýningu sem hefst kl. 12:00 og líkur kl. 16:00

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Flugmálafélags Íslands–www.flugmal.is og munið að þristurinn okkar flýgur alladaganna.

Með kveðju, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA