P-38 P-51

28. júní 2007

Sælir félagar.

Eins og ég hef talað um hér fyrr, er von á tveimur gömlum vélum hingað á leið sinni til Englands, P-38 Lightning og P-51 Mustang. Vélarnar eru lagðar af stað ásamt þremur fylgdarvélum fyrir nokkrum dögum og áttu að vera hér á landi í gær, miðvikudag. En svo kom upp bilun í Mustang vélinni þannig að það varð að gera viðgerðarstopp og það síðasta sem ég frétti var að þær kæmu á laugardag eða sunnudag. Ég mun setja hér inn á vefinn um leið og ég veit eitthvað frekar.

Af okkar vél er lítið að frétta annað en að hún stendur við flugsafnið á Akureyri og verið er að vinna í því að finna fyrir hana pláss í vetur.

Með félagskveðju, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.