P-38 Í HEIMSÓKN

27. maí 2007

Sælir félagar.

Þær fréttir voru að berast að seinnihlutann í júní mun koma við á Reykjavíkurflugvelli P-38 Lockheed Lightning. Um er að ræða fræga vél, Glacier Girl. Hún var grafin upp úr Grænlandsjökli 1992 og gerð upp. Nú er ætlunin að klára ferðina til Englands, sem hófst 1942 en endaði á Gænlandi. Væntanlega verður ein P-51 Mustang með í ferðinni. Undirbúningur er hafin af því að hægt verði að skoða vélarnar á meðan þær eru hér. Mun ég láta vita hér á vefnum. Ég veit að þetta á ekkert skylt við Þristavinafélagið en þar sem um einstakan atburð er að ræða taldi ég rétt að láta ykkur vita hér á síðunni. Ég mun síðan gefa upp frekari upplýsingar um leið og ég fæ þær staðfestar.

Félagskveðja,

Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.