NÝJASTA NÝTT

5. maí 2011

Sælir félagar.

Nú er aðalfundurinn afstaðinn og hægt er að lesa skýrslu formannsins hér undir liðnum Greinar. Það sem helst er að gerast með vélina okkar er að Erling flugvirki fór í vetur norður og tók allar slöngur (olíu og glussaslöngur) sem eru við mótórana. Slöngur þessar þarf að endurnýja og er hann þessa dagana að sníða nýjar og þegar það er búið verður farið norður og nýju slöngurnar settar í. Nýr olíukælir er kominn til landsins og því hægt að skipta út þeim sem lekur. Stefnt er að því að fara norður um miðjan mánuð til að framkvæma þessi verk og reyna að gera vélina flugklára til að hægt verði að koma henni í ársskoðun.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.