25. janúar 2007
Kæri félagi,
Ég óska þér gleðilegs árs og þakka þér fyrir stuðninginn á liðnu ári. Enn og aftur sendum við þér DC-3 NYT og vonum að þú hafir gagn og gaman af.
Það er að frétta af Þristinum okkar, Páli Sveinssyni, að hann er kominn til Keflavíkur í geymslu. Við fengum að setja hann inn í eitt af stóru skýlunum sem herinn skildi eftir sig. Ástæða þess að við fórum með hana þangað er að flugvallaryfirvöld Reykjavíkur-flugvallar þurftu á skýlinu, sem við höfðum í Reykjavík, að halda undir aðra starfsemi. Flutningurinn á vélinni var gerður í góðri sátt og samvinnu við flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar.
Flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar tók afar vel á móti okkur og það er honum að þakka að við fengum húsaskjól fyrir vélina ásamt nokkru af tilheyrandi fylgihlutum. Afganginn af því dóti sem fylgir okkur fórum við með í Ólafsvelli (gömlu rafstöðina í Elliðaárdal) þar sem við munum geyma það eins lengi og við getum.
TF- ISB er ennþá geymd í skýli nr. 3 á Reykjavíkurflugvelli, hversu lengi er ekki gott að segja, en svo gæti þó farið að við þyrftum að fara með hana þaðan. Við tökum á því þegar þar að kemur.
Karl Hjartarson hefur tekið við umsjón heimasíðu okkar, ég vonast til þess að síðan að verði virkari en hún hefur verið undanfarið. Ég hvet ykkur til þess að senda honum efni til að setja inn á síðuna, [email protected].
Við verðum með opið hús í Ólafsvöllum miðvikudaginn 31. jan frá kl 19:30. En Ólafsvellir eru í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal.
Ég vonast til að sjá sem flest ykkar þar.
Með þristakveðju,
Tómas Dagur Helgason,
formaður.