NÝÁRSKVEÐJA

12. janúar 2009

Sælir félagar og gleðilegt ár.

Ég vil nota tækifærið hér til að þakka öllum sem komið hafa að starfsemi Þristavinafélagsins og við að halda Páli Sveinssyni á lofti. Það eru svo margir að ekki verður talið upp hér en verður seint fullþakkað. En starfsemin er ekki bara bundin við félagið sem slíkt heldur hittast menn á förnum vegi og ræða um vélina og aðrar slíkar vélar.

Einn er sá félagsskapur sem var farinn að kalla sig þristavini nokkru löngu áður en félagið varð til og byrjaði á Reykjavíkurflugvelli í skýli 3 á mánudögum. Þegar svo Landgræðslan hætti starfsemi sinni í skýli 3 hélt þessi hópur áfram að hittast og erum við nú með fastan stað í Perlunni á mánudagsmorgnum kl. 10:00. Þarna eru sagðar frægðar og hetjusögur, drukkið kaffi og skemmta menn sér mjög vel. Þarna eru allir velkomnir, engin félagsgjöld annað en að borga fyrir kaffibollann eða hvað sem hver og einn vill drekka. Einn úr hópnum setti saman mynd af þeim sem mættu á síðasta kaffifundinn á síðasta ári og læt ég hana fljóta með hér.

Lifið heil, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.