NÝ SKRÚFA Á PÁLI

14. júní 2011

Góðan dag félagar.

Í síðustu viku réðst Erling Andreassen flugvirki í að skipta um loftskrúfu (prop) á Páli Sveinssyni. Naut hann við það aðstoð flugvirkja Flugfélags Íslands og skýlisaðstöðu hjá þeim. Gekk það vonum framar og var vélin gangsett á föstudag og síðan yfirflogið við setningu golfkeppni Icelandair í Grafarholti. Ekkert er á döfinni nú sem stendur, en til stóð að þjálfa danskan flugmann en því hefur verið frestað um sinn. Vélin stendur á stæðinu vestan við Loftleiðahóteið. Að lokum vil ég koma á framfæri þakklæti til starfsmanna og stjórnenda Flugfélags Íslands við veitta aðstoð.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.