14. júní 2011
Góðan dag félagar.
Í síðustu viku réðst Erling Andreassen flugvirki í að skipta um loftskrúfu (prop) á Páli Sveinssyni. Naut hann við það aðstoð flugvirkja Flugfélags Íslands og skýlisaðstöðu hjá þeim. Gekk það vonum framar og var vélin gangsett á föstudag og síðan yfirflogið við setningu golfkeppni Icelandair í Grafarholti. Ekkert er á döfinni nú sem stendur, en til stóð að þjálfa danskan flugmann en því hefur verið frestað um sinn. Vélin stendur á stæðinu vestan við Loftleiðahóteið. Að lokum vil ég koma á framfæri þakklæti til starfsmanna og stjórnenda Flugfélags Íslands við veitta aðstoð.
Kveðja, Karl Hjartarson