NÓVEMBER FRÉTTIR OG HUGLEIÐING

22. nóvember 2012

Sælir félagar.

Það er lítið að frétta þessa dagana og því lítið um skrif. Aðeins er verið að vinna við varahlutalagerinn og verður því haldið áfram í vetur.

Ég hef nokkrum sinnum ver spurður hvaðan þessi „þristadella“ komi og langar mig að deila með ykkur reynslu minni og kynnum af vélinni. Sem ungur drengur bjó ég á Egilsstöðum og þá var flugið stór þáttur í samgönuleiðum okkar þar því að landleiðin lokaðst snemma á haustin og opnaðist seint á vorin. Við strákarnir voru vanir að sitja úti á hamri á kvöldin, þar sem kirkjan er í dag og fylgjast með þegar þristarnir komu og fóru. Töldum við okkur trú um að við þekktum þá í sundur af vélarhljóðinu. Fyrsta flugferðin sem ég man eftir var í TF-ISH, flugferð inn að Öskju í gosinu þar 1961 því sætaferðir voru frá Egilsstöðum og fékk ég að fara eina ferð með foreldrum mínum.

Það var síðan sumarið 1979 eftir að ég hóf störf í lögreglunni á Húsavík og Landgræðslan var að dreifa frá Aðaldalsflugvelli að yfirmaður minn fór með mig inn á flugvöll og þar hittum við Stefán Sigfússon heitinn og bauð hann okkur að fara með í eitt dreifingarflug. Þá var ekki aftur snúið ég ánetjaðist þessu svo hastarlega að ég hef á einhverjum tímapunkti flogið með vélinni öll sumur síðan. Það var síðan þegar Benni Sig og Bói tóki við viðhaldi vélarinnar að ég fór að rétta þeim hjálparhönd. Bjössi bílstjóri Bjarnarson bauð mér síðan með í úthaldið upp á Auðkúluheiði sumarið 2002. Ég er því búinn að vinna með eins og ég hef sagt áður, þeim Benna og Bóa, Einari Bjarna, Stjána Tryggva og Erling Andreassen og fleirum að viðhaldi vélarinnar eins mikið og ég hef mögulega getað. Hér heima hjá mér er vélin kölluð „viðhaldið“ mitt eða hin konan. Þar sem starfsæfi minni sem lögreglumaður er að ljúka er hætt við að ég hafi meiri tíma fyrir þetta „hobby“.

Ég get sjálfsagt seinna meir rifjað upp einhverjar flugsögur af ferðum þessum og gerði það kanski seinna.

Lifið heil, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.