8. apríl 2011
Góðan daginn félagar.
Hér með er komið á framfæri beiðni um aðstoð vegna könnunar sem háskólanemi er að gera. Könnun þessi barst fyrir nokkrum dögum en vegna fjarveru minnar gat ég ekki sett þett inn fyrr en nú. Könnuninni líkur 20. apríl.
Ég heiti Sigríður Erlendsdóttir og þessi könnun er hluti af MS ritgerð
minni í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Markmið
rannsóknarinnar er að kanna hvort markaður sé til staðar hérlendis fyrir
skipulagt skemmtiflug með Páli Sveinssyni og þá hvort Þristavinir telji
vera grundvöll fyrir slíkum rekstri. Rannsóknin er gerð með vitund og
vilja Þristavinafélagsins þar sem félagið má síðan nota niðurstöður
könnunarinnar. Það tekur innan við 5 mínútur að svara spurningalistanum og
ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
Linkur á könnun:
https://spreadsheets.google.com/viewform?hl=en&formkey=dHBRTnRxalZZdnFIbjg3Wl8yM2FxaWc6MQ#gid=0
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna,
Sigríður Erlendsdóttir [email protected]
Kveðja, Karl Hjartarson