ICELANDAIR OG BYLGJUFLUG

30. júlí 2010

Sælir félagar.

Nú er búið að merkja vélina Bylgjunni og Coca Cola. Því er hún tilbúin fyrir verslunarmannahelgarflugið. Fyrsta ferðin verður í dag og verður lagt í hann um kl. 15:00. Áætlað er að fljúga Borgarfjörður-Hellisheiði-Bakki. Um kl. 19:00 er áætlað að fljúga frá Bakka til Reykjavíkur.

Á laugardag ræðst eftir veðri hvernig flugið verður. Áætlað er að fljúga til Vestmannaeyjar og yfirfljúga Múlakot. Ef það tekst ekki verður flogið yfir Borgarnes á leið norður, Vindheimamelar, Siglufjörður og Akureyri.

Á sunnudag er áætlað að fljúga á Akureyri eða Neskaupsstað.

Á mánudag er áætlað að fljúga á Bakka og Borgarfjörð.

Það eru sjö flugmenn sem koma að þessu flugi og Erling Andreassen flugvirki sér um vélina sem er í mjög góðu lagi núna.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.