HREINSUN Á MÓTOR Á AKUREYRI

21. mars 2016

Sælir félagar.

Á Flugsafni Íslands á Akureyri er farin af stað vinna við að hreinsa upp gamlan mótor úr þristinum. Búið er að taka nokkra cilendera af og verið að finna leiðir til að hreinsa alla hluti af mótornum. Þetta er gríðarleg vinna og á fárra höndum. Því er öllum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í starfi þessu meira en velkomnir inn á safn því margar hendur gera starfið léttara. Endilega hafið samband við safnið ef þið þarna úti hafið áhuga.

Ég setti nokkrar myndir á myndalinkinn á síðunni okkar og eins er hægt að sjá myndir á facebook síðu flugsafnsins, Flugsafn Íslands

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.