29. ágúst 2008
Sælir félagar.
Eins og kannski margir vita þá var Páll Sveinsson fenginn til móttökuathafnarinnar við heimkomu handboltalandsliðsins okkar. Fékk vélin og félagið góða auglýsingu. Hallgrímur Jóns og Björn Th. flugu vélinni, fyrst til móts við 757 vél Flugleiða og þyrlur Gæslunnar. Síðan var farið aftur í loftið og flogið yfir miðbæinn. Var þetta gert að beiðni Flugleiða sem greiddu fyrir eldsneytið. Allt gékk þetta mjög vel og var mjög vel skipulagt. Tveir starfsmenn Flugleiða voru með í fluginu á Páli.
Félagskveðja, Karl Hjartarson