HAUSTFERÐ Á FLUGSAFNIÐ

7. nóvember 2009

Sælir félagar.

Á fimmtudagseftirmiðdag lögðum við nokkrir félagar úr Þristavinafélaginu land undir fót (eða væng) til Akureyrar. Var lagt til atlögu á föstudagsmorgun við frágangi á Páli Sveinssyni fyrir veturinn. Rafgeymarnir voru teknir úr og settir í hleðslu, farið var yfir mótóra, tekin var olíusía úr vinstri mótór til skoðunnar. Olíþrýstingurinn á þeim vinstri hefur verið að stríða okkur, en við skoðun kom í ljós að ekkert svarf er í olíunni og því grunur um bilun í mælum eða olíukæli. Laga þarf hæðastýrið vinstra megin og verður það gert í vetur. Radíóvirkinn okkar fór yfir radíótækin í vélinni. Eins og endranær fengum við frábærar móttökur hjá þeim flugsafnsmönnum. Verið er að vinna að samstarfssamningi milli Þristavinafélagsins og Flugsafns Íslands.

Viljum við koma á framfæri þakklæti til Flugleiða/Loftleiða sem styrktu þessa ferð og ekki síst þakklæti til Flugfélags Íslands sem hefur lagt til flugsæti endurgjaldslaust vegna allra þeirra ferða sem félagið hefur þurft á milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Lifið heil, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.