GÓÐUR GANGUR Í KEFLAVÍK

12. júlí 2014

Sælir félagar.

Ég fór og heimsótti verkstæði ITS í Keflavík og tók hús á þeim sem voru að vinna í vélinni okkar. Ég á varla orð yfir því verki sem þar fer fram. Það verður seint þakkað að þetta skuli hafa orðið að veruleika að taka tankinn úr. En það er unun að sjá það sem búið er. Tankurinn er farinn, það þurfti að færa einn gólfbita sem var undir tankinum og verður það gert í byrjun næstu viku. Verið er að hnoða plöturnar í þar sem dreyfibúnaðurinn kom niður úr vélinni. Síðan þarf að smíða lok yfir áfyllingargatið á toppi vélarinnar. Stjórnklefinn var tekinn í gegn, flugmannsstólarnir teknir úr, málaðir og bólstraðir upp á nýtt. Allar lesningar fyrir stjórntæki vélarinnar gerðar upp og klefinn málaður. Búið er að hreinsa alla gamla málningu á vélinni að innan og grunna og síðan verður hún máluð aftur að innan. Búið er að sníða nýjar plexiglersrúður sem verða settar í vélina í stað þeirra gömlu. Þetta er aðeins lausleg yfirferð af því sem gert hefur verið og greinilegt að mjög er vandað til allrar vinnu sem framkvæmd hefur verið og gríðarlega fagmannlega gert. Farið er að huga að gólfklæðningu og stólum. Maður verður nánast orðlaus að sjá vélina breytast. Það eru því spennandi tímar framundan hjá félaginu okkar.

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.