FUNDUR NORRÆNNA ÞRISTAVINA

14. janúar 2008

Sælir félagar.

Nú fer að líða að því að Norrænn fundur Þristavinafélaga verður haldinn í Reykjavík. Hann verður 23. febrúar á hótel Loftleiðum og mun ég koma að því betur síðar þegar ljóst verður hvernig fundartilhögun verður. Stjórn félagsins er að nota veturinn til að skipuleggja sumarið fyrir Pál Sveinsson. Eins og áður hefur komið fram er vélin á Akureyri og fer vel um hana þar og vekur mikla lukku þeirra sem skoða Flugsafn Akureyrar.

Með félagskveðju, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.