FUNDARGERÐ NORRÆNA FUNDAR ÞRASTAVINA

Undirbúa stofnun sambands norrænna þristavinafélaga

 

29.febrúar 2008

Nærri 50 fulltrúar frá norrænum þristavinafélögum sátu árlegan fund félaganna en hann var nú haldinn í þriðja sinn og að þessu sinni á Íslandi laugardaginn 23. febrúar. Tómas Dagur Helgason, formaður DC-3 Þristavina, bar hitann og þungann af skipulagningu fundarins ásamt völdum stjórnarmönnum og fleiri félagsmönnum sem lögðu lið. Auk þess studdu nokkur fyrirtæki fundinn fjárhagslega sem félagið er í þakkarskuld fyrir.

Tilgangur samnorrænu fundanna er að ræða sameiginleg málefni sem eru mörg enda tilgangur félaganna í stærstu dráttum hinn sami, að standa vörð um þessa sögulegu merkilegu flugvél og bjóða uppá útsýnisflug fyrir félagsmenn í DC-3.

Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði fundinn í upphafi og kvaðst bæði hafa áhuga á gömlum flugvélum og gömlum bílum. Að loknu ávarpinu færðu hinir norrænu gestir honum minjagripi í þakklætisskyni.

Á fyrsta hluta dagskrárinnar gáfu forráðamenn félaganna skýrslur um helstu atriðin í starfinu og má segja að félögunum á hinum Norðurlöndunum sé það sameiginlegt að hafa aðgang eða reka DC-3 vélar sem búnar eru til farþegaflugs. Er þeim vélum flogið nokkra tugi tíma á ári með félagsmenn í skemmtiflugi og gefur það rekstrargrundvöll fyrir vélunum. Danska félagið stendur í stórræðum en það er að flytja sig um set og þarf að reisa skýli og aðstöðu á nýjum Undirbúa stofnun sambands norrænna þristavinafélaga


Nærri 50 fulltrúar frá norrænum þristavinafélögum sátu árlegan fund félaganna en hann var nú haldinn í þriðja sinn og að þessu sinni á Íslandi laugardaginn 23. febrúar. Tómas Dagur Helgason, formaður DC-3 Þristavina, bar hitann og þungann af skipulagningu fundarins ásamt völdum stjórnarmönnum og fleiri félagsmönnum sem lögðu lið. Auk þess studdu nokkur fyrirtæki fundinn fjárhagslega sem félagið er í þakkarskuld fyrir.

Tilgangur samnorrænu fundanna er að ræða sameiginleg málefni sem eru mörg enda tilgangur félaganna í stærstu dráttum hinn sami, að standa vörð um þessa sögulegu merkilegu flugvél og bjóða uppá útsýnisflug fyrir félagsmenn í DC-3.

Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði fundinn í upphafi og kvaðst bæði hafa áhuga á gömlum flugvélum og gömlum bílum. Að loknu ávarpinu færðu hinir norrænu gestir honum minjagripi í þakklætisskyni.

Á fyrsta hluta dagskrárinnar gáfu forráðamenn félaganna skýrslur um helstu atriðin í starfinu og má segja að félögunum á hinum Norðurlöndunum sé það sameiginlegt að hafa aðgang eða reka DC-3 vélar sem búnar eru til farþegaflugs. Er þeim vélum flogið nokkra tugi tíma á ári með félagsmenn í skemmtiflugi og gefur það rekstrargrundvöll fyrir vélunum. Danska félagið stendur í stórræðum en það er að flytja sig um set og þarf að reisa skýli og aðstöðu á nýjum flugvelli.

Auk skýrslu Tómasar Dags greindi Arngrímur Jóhannsson, sem á DC-3 vél sem nú er stödd í Englandi og bíður þess að fá nýja skrásetningu vélina fékk Arngrímur sem kunnugt er að gjöf þegar hann lauk atvinnuflugmannsferli sínum. Sagði hann vélina hafa verið í nokkurru niðurníðslu og í raun væri ekki vitað á þessari stundu hvort takast mundi að gera hana flughæfa eða hvort ráðlegra væri að skipta henni út fyrir aðra sams konar vél.


Rætt um þjálfunar-, kynningar- og tæknimál

Aðaldagskrá fundarins var umræða í fjórum hópum um ýmsar hliðar starfseminnar. Einn hópur ræddi stjórnunarmál, samskipti við flugmálayfirvöld, fjármál og fleira, annar um flugreksturinn og þjálfunarmál, sá þriðji um félagsmál og kynningar og fjórði hópurinn fjallaði um tæknimál og varahluti. Er óhætt að staðhæfa að umræður hafi verið frjóar og gagnlegar ábendingar komið fram hjá öllum hópum.

Samþykkt var á fundinum að stofna samband norrænu félaganna. Tilgangur þess yrði einkum að annast samskipti fyrir félögin einum rómi til dæmis við flugmálastjórnir landanna en með því er talið að ná megi betri árangri varðandi ýmis hagnýt atriði er varða hugsanlegar undanþágur og reglur er varða rekstur þessara véla. Fulltrúar félaganna skrifuðu undir viljayfirlýsingu þar sem segir meðal annars að fulltrúar stjórna félaganna muni leggja fram tillögur um samþykktir fyrir sambandið fyrir vorið.

Tómas Dagur Helgason segir það afar brýnt að norrænu félögin geti komið sameinuð fram. Nú séu framundan ýmsar breytingar og hertar reglur varðandi skráningu flugvéla sem eigendur DC-3 véla telji að eigi ekki alls kostar við slíkar vélar. Þær séu í dag einkum notaðar til skemmti- og útsýnisflugs hjá félögum sem vilji viðhalda þessum sögufrægu vélum og þær séu ekki notaðar í hagnaðarskyni og ekki til atvinnuflugs.

Á fundinum kom fram að meðal krafna sem ætlunin sé að setja um rekstur DC-3 véla sem yrðu notaðar í atvinnuflugi sé að læsa verði skilrúmi milli stjórnklefa og farþegarýmis, að vélarnar verði búnar neyðarljósabúnaði, veðurratsjá, upptökubúnaði fyrir samtöl í stjórnklefa og neyðarrennum við útganga. Fram að þessu hafa vélar sem þessar geta fengið undanþágur frá ákveðnum kröfum sem er þá á valdi flugmálastjórnar hvers lands. Framvegis verða vélarnar hins vegar að uppfylla sömu Evrópukröfur og gilda um vélar sem framleiddar eru 70 árum síðar. Þetta mun ekki eiga við um Pál Sveinsson þar sem vélin er ekki skráð til atvinnuflugs.

Þá kom fram í umræðum á fundunum að þar sem elstu DC-3 vélarnar eru orðnar 65-70 ára gamlar séu sífellt færri sem þekki til þeirra í flugheiminum. Var nefnt sem dæmi að þegar finnskir fallhlífastökkvarar óskuðu eftir leyfi hjá finnsku flugmálastjórninni til að nota DC-3 við æfingar var spurt hvort þessar vélar hentuðu til fallhlífarstökks. Var þá rifjað upp fyrir fulltrúum flugmálastjórnarinnar að þessar vélar hefðu mest allra véla verið notaðar til að flytja fallhlífahermenn til átakasvæða í síðari heimsstyrjöldinni.


Páli Sveinssyni breytt til farþegaflugs?

Í hverju Norðurlandanna eru ein til tvær DC-3 vélar í rekstri hjá þristavinafélögum eða einkaaðilum. Tómas Dagur segir að hjá íslenskum þristavinum sé áhugi á að breyta Páli Sveinssyni úr landgræðsluvél í farþegavél þar sem landgræðsluhlutverkinu sé lokið. Hann segir slíka breytingu kosta umtalsvert fé og sé nú til skoðunar hjá stjórn félagsins hvernig hugsanlegt sé að fjármagna það og hvernig eignarhaldi á vélinni yrði háttað en í dag annast félagið rekstur vélarinnar sem er í eigu ríkisins.

Fulltrúar norrænu félaganna ræddu möguleika þess að fljúga til Berlínar í júní til að taka þátt í minningarathöfn um loftbrúna sem stóð í marga mánuði 1948 til 1949 en þar léku DC-3 vélar stærsta hlutverkið. Ef til kemur er einnig áhugi á því hjá stjórn DC-3 Þristavinum að fljúga Páli Sveinssyni til Berlínar ef fjármögnun verður tryggð.

Kvöldið áður en fundur hófst var hópnum boðið í léttar veitingar í félagsaðstöðu Flugklúbbsins Þyts í Fluggörðum og nutu menn gestrisni þar fram eftir kvöldi. Þegar fundarstörfum lauk var haldið í Hellisheiðarvirkjun í boði Orkuveitu Reykjavíkur þar sem menn fræddust um leyndardóma orkuvinnslu og nærðust síðan til hins ítrasta. Fyrir heimferð norrænu gestanna á sunnudegi var farið með þá í skoðunarferð.

Forráðamönnum félagsins hafa þegar borist hlýjar kveðjur og þakkir fyrir framúrskarandi góðan fund og formlega sem óformlega dagskrá. Næsti norræni þristavinafundur er ráðgerður í Finnlandi að ári.

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.