FRÉTTIR FRÁ NORÐURLÖNDUM

27. nóvember 2010

Sælir félagar.

Tómas Dagur formaður var á fundi um daginn með formönnum norrænu klúbbanna. Þar kom fram meðal annars flugtímar norrænu vélanna sl sumar. Norðmenn flugu 89 tíma, svíar flugu 80 tíma, Ake Janson hjá Vallentuna Aviators flaug 40 tíma, danir flugu 50 tíma og okkar vél flaug rúmlega 30 tíma.

Það er ekki mikið að gerast hjá okkur en þó smáhreyfing. Erling Andreassen flugvirki hefur verið að vinna svolítið í geymslunni á Gelgjutanga með smáaðstoð frá mér. Ake Janson hjá Vallentuna Aviators vantar lendingarbúnað (hjólastell) og svo vill til að við eigum slíkt og hann bauð okkur ónotaðann olíukæli í skiptum og var það þegið. Erling og ég erum þessa daganna að taka í sundur lendingarbúnað til að senda honum. Þetta eru góð skipti því olíukælar liggja ekki á lausu og ef þeir fást, eru þeir rándýrir.

Ég læt fljóta með mynd af hugsanlegum flugvirkja framtíðarinnar. Myndin var tekin í vor á Akureyri.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.