FRÉTTIR FRÁ FÉLAGINU

19. mars 2009

Sælir félagar.

Nú er framundan að skipt verður um radíótæki í Páli. Tækin er þannig til kominn að Magnús nokkur Hjörleifsson frétti að félaginu vantaði radíótæki í vélina. Þar sem Magnús þessi hefur góð sambönd víða varð það til þess að hann gaf öll tækin sem til þarf til að endurnýja í vélinni. Verður það seint fullþakkað því svona tæki er rándýr.

En hvað um það. Núna um helgina erum við að fara tveir norður á Akureyri, ég og Sigurður Páll (Siggi Pé) radíóvirki og ætlum að vera alla vikunna að vinna á flugsafninu við radíóskiptin. Þeir sem áhuga hafa geta komið og kíkt á okkur, það verður líka kaffi á könnunni.

Aukaskrúfa af vélinni verður fljótlega send til Bandaríkjanna til skoðunnar og síðan verður skipt um skrúfu fyrir sumarið. Icelandair Cargo aðstoðar félagið við að flytja skrúfuna til og frá landinu, endurgjaldslaust! Slökkviflöskurnar úr vélinni þarf að yfirfara og er það alveg ótrúlegt peningadæmi. Fjórar flöskur eru í vélinni og við hverja flösku eru tvær patrónur til að sprengja út af þeim. Ein patróna kostar litla 600 dollar!!!!! Því geta menn séð að þessar átta patrónur sem þarf, kosta nærri 5000 dollara. Þetta er bara eitt dæmi um hvílíkur kostnaður fylgir svona útgerð.

Ársskoðunin á vélinni er síðan áætluð um mánaðarmótin apríl – maí og verður framkvæmd að stórum hluta á Flugsafninu á Akureyri.

Fleira er ekki að sinni en ég minni á veru okkar Sigga Pé á Akureyri alla næstu viku.

Lifið heil, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.