FRÉTTIR FRÁ AKUREYRI

2. júlí 2011

Sælir félagar.

Um Jónsmessuhelgina var flughátíð á Akureyri og var vélin okkar með upphafsatriðið. Flogið var með fimm fallhlífarstökkvara upp í fimmþúsund feta hæða og þar var stokkið úr vélinni. Ég lét mig hafa það að vera aftrí vélinni því flugmennirnir geta ekki fylgst með stökkvurunum fara út. Er skemmst frá því að segja að þetta gékk frábærlega vel. Á sunnudeginum fór vélin síðan í örstutt flug inn í Eyjafjarðardal.

Seinnipartinn í dag á vélin síðan að fljúga fyrir norðan í nágreni Akureyrar og síðan á að fljúga vélinni til Reykjavíkur og er áætlað að koma hingað um kvöldmatarleitið. Er koma vélarinnar hingað liður í því að hún fari í árskoðun.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.