20. janúar 2014
Sælir félagar og gleðilegt ár.
Farin var ferð til Akureyrar í síðustu viku. Ferðina fóru Erling Andreassen flugvirki og var undirritaður honum til aðstoðar. Á flugsafninu voru flugvirkjanemar frá Tækniskóla íslands og aðstoðu þeir við að fara yfir vinstri mótorinn til að ljúka því sem eftir var fyrir jól. Málað var yfir viðgerð sem búið var að gera á hæðarstýrinu. Læsing á afturhurð var smurð og liðkuð en hún var orðin stirð. Að lokum voru settir vinklar til að halda olíubrúsum og verkfærum á þar til gerðum stað afturí vélinni og síðan var vélin þrifin að innan. Nutum við góðarar gistingu hjá Icelandair hóteli sem er þakkarvert. Ekki eru fyrirhugaðar fleiri ferðir norður fyrr en vélin verður tekin út fyrir sumarstarfið næsta sumar.
Með félagskveðju, Karl Hjartarson