FRÉTTIR FRÁ AKUREYRI

20. janúar 2014

Sælir félagar og gleðilegt ár.

Farin var ferð til Akureyrar í síðustu viku. Ferðina fóru Erling Andreassen flugvirki og var undirritaður honum til aðstoðar. Á flugsafninu voru flugvirkjanemar frá Tækniskóla íslands og aðstoðu þeir við að fara yfir vinstri mótorinn til að ljúka því sem eftir var fyrir jól. Málað var yfir viðgerð sem búið var að gera á hæðarstýrinu. Læsing á afturhurð var smurð og liðkuð en hún var orðin stirð. Að lokum voru settir vinklar til að halda olíubrúsum og verkfærum á þar til gerðum stað afturí vélinni og síðan var vélin þrifin að innan. Nutum við góðarar gistingu hjá Icelandair hóteli sem er þakkarvert. Ekki eru fyrirhugaðar fleiri ferðir norður fyrr en vélin verður tekin út fyrir sumarstarfið næsta sumar.

Með félagskveðju, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.