FRÉTTIR FRÁ AKUREYRI

7. febrúar 2013

Sælir félagar.

Það er helst að frétta frá Akureyri að flugvirkjanemunum gengur vel að vinna við vélina okkar. Erling flugvirki segir að ýmislegt hafi komið í ljós en þó engar alvarlegar bilanir. Búið er að yfirfara annan mótorinn og verið að byrja á hinum. Nemarnir eru látnir fara yfir alla bolta og rær til athuga hvort eitthvað hefur losnað, skoða pakkningar með tilliti til skoðunnar á olíuleka. Grínið er að ef það lekur ekki olía af þristi þá er aðeins eitt að, hann er olíulaus. En semsagt allt gengur eftir áætlun fyrir norðan og gott að vita af því að vélin okkar er í góðum höndum.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.