FRÉTTIR FRÁ AKUREYRI

1. maí 2012

Sælir félagar.

Farið var norður á Akureyri sl. föstudag til að framkvæma skoðun á Páli Sveinssyni. Er skemmst frá því að segja að það tókst vel og eftir hádegi á laugardag var vélin tekin út og gangsett. Allt gékk þetta eins og sögu og reyndist vélin í besta lagi.

Félagið okkar hefur tekið að sér að þjálfa danskan flugmann og eru Tómas Dagur, Hallgrímur Jónsson, Erling Andreassen og danski flugmaðurinn komnir til Akureyrar þar sem þjálfunin fer fram. Að því loknu er ætlunin að vélin komi suður til Reykjavíkur og verður það væntanlega nú fyrir helgi. Ég reyni að koma fregnum af komu vélarinnar hér inn á síðuna þegar ég veit frekar um komutímann.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.