30. júní 2008
Sælir félagar.
Það er helst að frétta að Páli var flogið til Keflavíkur 17. júní til eftirlits í viðhaldsstöð Flugleiða. Skipt var um báða aðalhjólbarðana og lagaður leki á öðru hjólastellinu. Að því loknu var vélinni flogið til Akureyrar 20. júní þar sem hún tók þátt í flugsýningu sem haldin var þar helgina 21. – 22. júní. Allt þetta gekk vel og er vélin í góði lagi og verður á Akureyri einhverja daga í viðbót á vegum Flugsafns Íslands.
Félagskveðja, Karl Hjartarson