2. maí 2007
Sælir félagar.
Nú er svo komið að það varð að láta TF-ISB út fyrir skýli 3. Flugmálastjórn er að vinna að viðhaldi á skýlinu og nú var komið að því að steypa í skýlisgólfið og því varð að láta vélina út. Unnið er áfram að því að finna varanlega geymslu fyrir vélina.
Eins og fram kemur í aðalfundarboði þá verður fundurinn haldinn í Flugröstinni sem er í bragganum norðan við bifreiðastæðið í Nauthólsvík. Vonast er til að sem flestir mæti á fundinn.
Með félagskveðju, Karl Hjartarson