16. maí 2007
Sælir félagar.
Aðalfundurinn var haldinn í gær og u.þ.b. 60 manns mættu. Byrjað var á ræðu formannsins um starfið á síðasta starfsári. Ræðan er öll hér á vefnum undir liðnum greinar og hvet ég alla til að lesa hana. Þar kemur allt það helsta sem gert hefur verið og hvað á að gera í sumar.
Stjórnarkjör fór fram því tveir stjórnarmeðlimir hættu. Eru það Jón Kristinn Snæhólm og Páll Stefánsson og eru þeim hér með þakkað fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Leifur Magnússon var kjörinn í aðalstjórn sem ritari og Birkir Halldórsson var kjörinn sem meðstjórnandi. Í varastjórn var kjörinn Elentínus Sverrisson.
Nokkrar umræður voru undir liðnum önnur mál en ég ætla að reyna að setja inn á vefinn seinna hluta af fundargerðinni öllum til upplýsinga.
Þar sem mig grunar að póstur til félagsins skili sér ekki til mín langar mig til að prófa, ef einhver hefur áhuga að senda póst á félagið, að senda þá beint á mig. Póstfangið mitt er “ [email protected] “ Ég mun reyna að svara sem flestum ef ég get. Þett gæti orðið tækifæri til að koma skoðunum ykkar á framfæri eða bara til að spyrja eða forvitnast.
Með félagskveðju, Karl Hjartarson