FRÉTTIR AÐ NORÐAN

10. desember 2013

Sælir félagar.

Það er orðið langt um liðið síðan ég hef sett eitthvað hér inn á vefinn og nú verður bætt úr því. Vélin okkar er nú eins og fyrr í vetrardvala á flugsafninu á Akureyri og fer vel um hana þar. Ég er búinn að fara tvær ferðir ásamt Erling flugvirkja norður það sem af er vetri. Fyrst fórum við til að koma vélinni inn á safn og taka úr henni rafgeymana og það sem þarf fyrir vetrardvölina. Síðari ferðin var farin til að skoða olíleka sem er alltaf til staðar af mótorunum. Varð að ráði að við töppuðum olíunni af mótoronum í tunnu þannig að ekki er lengur þrýstingur af olíunni inn á mótorana. Við þetta minnkaði lekinn og varð nánast enginn. Olíunni verður síðan dælt í tankana aftur í vor. Erling er nú á þessum dögum fyrir norðan sem leiðbeinandi fyrir nema úr flugvirkjaskóla Tækniskólans í Reykjavík. Nemarnir munu framkvæma skoðun á vélinni og reyndar fleiri vélum. Þetta er frábært framtak af hálfu Tækniskólans og ómetanlegt fyrir félagið okkar.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.