FLUGVIRKJANEMAR VINNA VIÐ PÁL SVEINSSON

28. janúar 2013

Þristavinafélagið og Flugsögufélagið hafa farið í samstarf við útgáfu blaðsins Flugminjar og Saga. Flugsögufélagið hefur gefið þetta blað út um nokkurra ára skeið.

Þeir félagar sem báðu um að fá DC3 NYT blaðið sent í pappírsformi fá það sent þannig, hinir fá það sent með tölvupósti á næstu dögum. Undirritaður skrifaði pistil í blaðið þar sem ég fór í gegnum það sem hefur verið að gerast hjá okkur í sumar sem og hvað er framundan.
Einnig settum við inn ágrip af sögu vélarinnar. Það ágrip er unnið upp úr sögu vélarinnar eins og hún er sögð á heimasíðu okkar. Eins og fram kemur á heimasíðunni hjá okkur þá er sagan, sem þar birtist, skrifuð af Pétri P. Johnson. Þau leiðu mistök urðu við úrvinnslu á efninu hjá okkur að í stað Péturs P. Johnson þá var nafn Jóhannesar Tómassonar undir greininni sem birtist í blaðinu. Um leið og ég leiðrétti þessi mistök hér, þá vil ég biðja Pétur afsökunar á þessum mistökum. Þetta hefur verið leiðrétt í þeirri útgáfu sem við sendum í tölvupósti til ykkar.

Þið fáið frekari fréttir af félaginu á næstu dögum þegar þið fáið blaðið sent til ykkar. Við í stjórninni vonum að þið eigið eftir að hafa bæði gagn og gaman af þessu blaði.

Þristakveðja
Tómas D. Helgason
Formaður

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.