FLUGHELGI Á HELLU

21. júlí 2006

Um helgina stendur Flugmálafélag Íslands fyrir flughátíð á Hellu. Allir eru velkomnir og hvattir til að mæta hvort sem um flugmódel, svifflugur fallhlífar eða önnur flygildi er að ræða. Hátíðin heitir því viðeigandi nafni „Allt sem getur flogið“. Þristavinir láta sig ekki vanta og að sjáflsögðu verður TF-NPK í „lykilhlutverki“. Þristurinn okkar kom til samkvæmisins í fylgd tveggja flugvéla,YAK-52 og YAK-18. Honum flugu Björn Thoroddsen flugstjóri og Gunnar Arthúrsson aðstoðarflugmaður;-) og mun vélin fljúga nokkru sinnum um helgina. Auk flugatriða er boðið uppá sameiginlegt grill og skemmtidagskrá á laugardeginum.

Guðmundur Gíslason

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.