29. maí 2012
Sælir félagar.
Það fór víst ekki framhjá neinum að það var flugdagur í Reykjavík í gær. Er skemmst frá að segja að þúsundir manna komu á flugvöllinn í blíðskaparveðri og nutu þess sem þar fór fram. Þristurinn okkar fór í loftið og flaug samflug ásamt Catalinu og var það frábært sjónarspil. Það er samt svo að alltaf kemur eitthvað upp og nú eru það slappir rafgeymar hjá okkur. Við urðum að fá aukastart til að koma vélinni í gang en það var ekki vandamál, alltaf eru einhverjir tilbúnir að hjálpa okkur og er það vel. Ég setti inn nokkrar myndir frá gærdeginum inn á myndalinkinn hér. Erling er að vinna í að leysa rafgeymavandamálið.
Kveðja, Karl Hjartarson