12. júní 2009
Sælir félagar.
Páli Sveinssyni verður flogið nú seinnipartinn í dag. Verður farið í yfirflug yfir golfvöllinn í Grafarholti og síðan í lendingaræfingar í Keflavík. Skipt var um skrúfu á hægri mótór nú í vikunni og gékk það vel. Eins og áður hefur komið fram var spreyjað á vélina en það fór vel að lokum þar sem vel tókst til við að hreinsa hana. Vélin er þessa dagana á stæðinu bak við Loftleiðahótelið þar sem betur er hægt að fylgjast með henni. Vélinni verður síðan flogið til Akureyrar í næstu viku til að taka þátt í fluguppákomu sem þar verður helgina 19. – 21. júní.
Kveðja, Karl Hjartarson