FLUG FYRIR ICELANDAIR

23. júlí 2009

Góðan dag félagar.

Eins og kanski margir sáu og heyrðu þá flaug Páll Sveinsson nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu um kaffileitið í gær. Tilefnið var að Icelandair óskaði eftir vélinni til að að fljúga í fylgd tveggja 757 véla sínum yfir höfuðborginni til að fanga þeim áfanga að beint flug er hafið til Seattle í bandaríkjunum. Haraldur Snæhólm og Gunnar Artúrs flugu vélinni og tókst flugið mjög vel.

Næsta flug er áætlað 8. ágúst í Vogum á Vatnsleysuströnd. Ég læt ykkur vita betur þegar nær dregur. Félagið er aðeins byrjað að huga að því húsnæði sem það hefur fengið fyrir varahluti og er á Gelgjutanga í Reykjavík. Þetta er upphitað húsnæði á rólegum stað og hentar mjög vel.

Ekki meira í bili, kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.