17. september 2010
Sælir félagar.
Það sem er að gerast þessa dagana er að vélin fór í flug yfir Akureyri í gær í tilefni af lokum ferðaráðstefnu sem haldin var þar. Á morgun á svo að fljúga með nokkra meðlimu úr Flugbjörgunarsveitinni sem ætla að stökkva úr vélinni yfir Akureyri í fallhlífum.
Þetta er gert í tilefni þess að um þessar mundir eru sextíu ár síðan flugvélin Geysir fannst á Bárðarbungu. Ætlunin var að flugbjörgunarsveitarmennirnir stykkju úr vélinni yfir Bárðarbungu en það var ekki gerlegt. Það voru björgunarmenn frá Akureyri sem gengu inn á jökulinn á sínum tíma og því var ákveðið að helga þeim og áhöfninni á Geysi þessa stund á morgun. Magnús Guðmundsson sem var flugstjóri á Geysi og Dagfinnur Stefánsson sem var aðstoðarflugmaður á Geysi verða viðstaddir á Akureyrarflugvelli þegar stökkin verða framkvæmd.
Kveðja, Karl Hjartarson