20. október 2008
Sælir félagar.
Það er lítið að frétta í kreppunni. Eins og áður hefur komið fram er vélin okkar komin í vetrardavalann á Akureyri og dvelst þar í góðu yfirlæti hjá Flugsafni Íslands. Það næsta sem er á dagskrá er að skipta út radíótækjunum í vélinni og loksins núna er nánast allt komið sem þarf til þess. Einn félagi okkar hann Siggi Pé radíóvirki hefur gefið átölur um að taka að sér verkið og mun hann væntanlega fara norður seinna í vetur til þeirra verka.
Síðan er það ósk frá stjórn félagsins að þeir sem vilja skrá sig í félagið eða skrá sig úr félaginu, geri það með því að senda e-mail á Jónas Sigurgeirsson á adressuna jonassi@lv.is.
Með kveðju, Karl Hjartarson