DC-3 TÚRBÓPROP

1. september 2007

Sælir félagar.

Jæja nú er sumarleyfistíminn búinn og vefstjórinn kominn heim aftur. Á fimmtudaginn 30. ágúst lenti hér á Reykjavíkurflugvelli gullfallegur túrbóprop þristur. Reyndist þetta vera vél sem fyrirtæki, sem ég kann ekki að nefna, hafði keypt til rannsókna á ísþykkt pólanna. Var vélin að koma frá Bandaríkjunum og var á leið til Hollands í gegnum Írland. Að sögn flugstjórans var vélin nánast öll endursmíðuð og lengd um 40 tommur framan við væng. Eins voru vængjir styrktir vegna mælitækja sem sett verða undir vængjina og eins verður vélin sett á skíði. Vélin hefur 11 tíma flugþol og krúshraði er um 210 hnútar.

Það er af okkar vígstöðum að frétta að verið er að undirbúa flutning á TF-ISB til Keflavíkur og verður það framkvæmt nú á næstunni. Páll Sveinsson hefur ekki flogið mikið í sumar og er nú aðeins eftir að fljúga með styrktaraðila og síðan verður vélinni flogið til Akureyrar til geymslu í vetur hjá Flugsafninu þar. Er það vel að vita til þess að vélin fái inni í upphituðu skýli.

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.