Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts. Þristurinn okkar kemur að sjálfsögðu við sögu í bókinni. Áhugasamir geta tryggt sér eintak af bókinni í forsölu.
Að loknum aðalfundi
Aðalfundur Þristavinafélagsins var haldinn miðvikudaginn 25 október s.l. Þar var ákveðið að reyna að koma vélinni í flughæft ástand aftur. Vinna við það mun byrja á næstu dögum. Einnig munum við gera plön fyrir næstu ár og þannig fá heildarsýn fyrir vélina nokkur ár fram í tímann. Mesta áskorun okkar verður að fjármagna það að […]
Myndband af notkun Þrista á Íslandi
Snorri Bjarnvin Jónsson gerði myndband fyrir okkur af notkun DC-3 flugvéla á Íslandi í tilefni af 80 ára afmæli Þristsins okkar, Páls Sveinssonar. Snorri hefur gert myndbandið aðgengilegt á youtube rás sinni. Ef þið viljið horfa á myndbandið þá er linkur á það hér; https://youtu.be/-5Z_tRXHwzY?si=lzXFgp8tXzj6IZ4z
Aðalfundur DC-3 þristavina
Aðalfundur DC-3 Þristavinafélagsins fyrir árin 2020 til 2022 verður haldinn miðvikudaginn 25. október 2023 kl. 17:00 í sal Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni 22 í Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, m.a. lögð fram skýrsla formanns, endurskoðaðir reikningar, stjórnarkjör og fleira. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin.
80 ára afmælishátíð DC-3 vélarinnar TF-NPK
Afmælishátíð Þristsins okkar var haldin á Flugsafni Íslands Laugardaginn 7 október. Það mættu um 130 manns á hátíðina sem er mun fleiri en við þorðum að vona. Hátíðin tókst vel í alla staði. Nokkur ávörp voru haldin og frumsýnt myndband sem Snorri B. Jónsson gerði fyrir okkur að þessu tilefni. Við þökkum öllum fyrir komuna […]