AÐALFUNDUR ÞRISTAVINAFÉLAGSINS 2020

21. maí 2020 Aðalfundur DC-3 Þristavina. Aðalfundur DC-3 Þristavinafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 17:30 í sal Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni 22 í Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf skv. samþykktum félagsins, m.a. lögð fram skýrsla formanns, endurskoðaðir reikningar, stjórnarkjör og fleira. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu tókst ekki að halda fundinn í apríl […]

SUMAR HUGLEIÐING JÚNÍ 2019

21. júní 2019 Sælir félagar. Hér kemur það helsta sem er að frétta. Eins og áður hefur verið greint frá kom fram olíuleki á hægri mótor í vor og fóru tveir menn norður og tók það tvo til þrjá daga að finna lekann og gera við. Vélinni var svo flogið til Reykjavíkur og var þar […]

FRÉTTIR AF PÁLI SVEINSSYNI

20. maí 2019 Sælir félagar. Í febrúar var farið norður á flugsafnið og sett ný dekk undir vélina. Og nú um daginn fórum við nokkrir norður til að gera vélina flugklára. Er skemmst frá því að segja að í æfingarflugi kom fram olíuleki á hægri mótor og því var hætt við. Það eru nú verið […]

HUGLEIÐING 2019

9. janúar 2019 Sælir félagar og gleðilegt nýtt ár. Vegna fjarveru minnar hefur ekkert verið sett hér inn á síðuna um tíma. Það sem er framundan er helst að verið er að undirbúa árlega skoðun á vélinni okkar og verður það væntanlega gert á flugsafninu á Akureyri í vetur. Búið er að gera ráðstafanir að […]

ERLING FLUGVIRKI ÁTTRÆÐUR

30. október 2016 Sælir félagar. Fyrir nokkrum dögum fóru þeir Erling Andreassen og Einar Knútsson flugvirkjar norður á Akureyri og komu vélinni inn á flugsafnið til vetrardvalar. Allt gékk það eins og í sögu, fyrst var vélin gangsett og síðan komið inn. Olíunni var tappað af mótorunum og rafgeymarnir teknir úr. Þannig að nú er […]

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.