24. maí 2012
Sælir félagar.
Um kl. 18:15 í dag lenti á Reykjavíkurflugvelli gullfallegur Catalinuflugbátur. Nokkuð margir gamlir Catalinuflugmenn voru mættir á flugvöllinn til að taka á móti vélinni. Hún var að koma frá Skotlandi og verður hér fram yfir helgi. Flugdagurinn sem vera átti á laugardag frestast til mánudags vegna veðurs. Catalinan er hér vegna flugdagsins.
Kveðja, Karl Hjartarson
