C-47 TICO BELLE

7. janúar 2011

Sælir félagar og gleðilegt nýár.

Nú skömmu fyrir jól barst mér í hendur frá einum félaga okkar, smá álbútur úr gömlum þristi. Þarna er um að ræða vél sem kom frá verksmiðju í maí 1942 og bar seríunúmerið 42-100591 C-47 A. Þessi vél tók síðan þátt í innrásinni í Normandi 1944 og fleiri ferðum á stríðsárunum. Henni var síðan lagt en tekin í notkun aftur vegna loftflutninganna til Berlínar eftir stríð. Norski flugherinn fékk síðan vélina á láns- og leigusamningi 1950 – 1956 en þá var hún lánuð til danska flughersins sem setti í hana borgaralega innréttingu og þjónaði vélin dönsku konungsfjölskyldunni fram til ársins 1982 þegar henni var lagt. Þá komu til sögunnar samtök í bandaríkjunum sem heita Valiant Air command sem fengu vélina til varðveislu og fengu aðstoð frá danska flughernum við að fljúga henni til Bandaríkjanna með viðkomu á Duxford og þá fékk vélin í fyrsta sinn borgaralega skráningu N3239T. Henni var síðan flogið á flugsýningum allt þar til 2001 að henni hlekktist á í lendingu, hjólastellið brotnaði og vélin skemmdist mikið. Samtökin sem eiga hana eru sjálfboðaliðasamtök og voru ákveðið að gera allt til að koma vélinni aftur á loft og loks í júlí 2008 flaug vélin aftur eftir mikla viðgerð. Hún tók upp fyrra verkefni að fljúga á flugsýningum og er ætlun samtakanna að halda því áfram í framtíðinni.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.