BRÉF FRÁ FORMANNINUM

13. maí 2009

Sælir félagar,

Eins og flestir af ykkur vita þá fóru 8 aðilar norður til AEY til þess að skoða vélina fyrir sumarið.  Þetta var frá 1 maí til 3 maí.  Skoðunin kláraðist að mestu leiti á þessum dögum.  Þegar átti að setja annan rafgeyminn upp þá brotnaði hann og sýran lak af honum.  Þetta gerði það að verkum að ekki var hægt að klára skoðunina.  Búið er að panta nýjan geymi frá NY og kemur hann væntanlega nú í vikuni.
Við pöntuðum rafgeyminn í gegnum Magnús Hjörleifsson, sami aðili og gaf okkur talstöðina í vélina, hann sá einnig um að koma skrúfuni (propeller) í yfirhal fyrir okkur í USA.  Í lok síðustu viku var þetta allt tilbúið til sendingar heim og Magnús hafði samband við mig varðandi að senda þetta heim.  Icelandair Cargo flytur þetta heim fyrir okkur og við borgum þeim ekki neitt frekar en fyrridaginn.
Þegar ég fór að ræða um greiðslu fyrirkomulag við Magnús, Propeller kostar $ 5,700.- og battery $ 800.- , þá tók hann ekki í mál að við borguðum þetta.  Hann sagðist ætla að gefa Þristavinafélaginu þetta.  Það er ekki ónýtt fyrir okkur að eiga svona hauk í horni.
Við Sveinn ákváðum að láta búa til DC3 á standi úr Íslensku Birki og færa Magnúsi sem þakklætis vott fyrir hans góðu gjafir.

Það sem við þurfum að kaupa fyrir operation á vélini fyrir sumarið:  Battery og Propeller yfirhal – Magnús Hjörleifsson gefur okkur það.  Icelandair Cargo flytur að kostnaðar lausu, þökk sé Gunnari Má Sigurfinnssyni.
Olía á mótorana – Shell gefur okkur tvær tunnur að andvirði ca 300.000.-
Fæði fyrir flugvirkja við vinnu fyrir norðan Arngrímur Jóhansson borgar það fyrir okkur, ég hef ekki ennþá fengið uppgefið hvað við þurfum að greiða fyrir gistinguna.  Arngrímur ætlaði að skoða það.

Að lokum Sigurður P. Sigurjónsson, okkar radio sérfræðingur, er búinn að setja nýju talstöðina í vélina, með góðri aðstoð frá Kalla löggu.  Þeir eru búnir að eyða miklum tíma fyrir norðan við að setja stöðina í, samtals u.þ.b. tvær vikur.  En eins og við var að búast þá þurfti alskonar æfingar þegar verið er að setja nýtt í og tengja við gamalt.  Mig hlakkar til að fara og prófa nýju talstöðina og nýja intercom, nú stefnir allt í að það fari að heyrast hvað við erum að segja…
Þeir félagar eiga miklar þakkir skilið fyrir þeirra miklu vinnu við að koma stöðini í vélina.Ekki meira í bili,

Kveðja
Tommi

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.