27. júní 2016
Sælir félagar.
Ég færi ykkur þær sorgarfréttir að einn af stofnendum Þristavinafélagasins Björn Bjarnarson er látinn. Björn var fæddur 28. júlí 1943 og lést eftir veikindi 16. júní sl. Björn kom til starfa hjá Landgræðslunni við Þjóðargjöfina 1974 þegar stórt átak var gert í landgræðslu með tilkomu flugvélarinnar Páls Sveinssonar og tilheyrandi tækja. Hann var allan sinn starfstíma áhugamaður um þristinn og allt sem viðkom honum og síðan einn af stofnendum Þristavinafélagsins. Hann tók við stjórnun landgræðsluflugsins eftir lát Stefáns Sigfússonar og stjórnaði því til loka 2006.
Hans er sárt saknað úr svokölluðum Perluhóp sem hefur hist á kaffifundum í Perlunni á mánudagsmorgnum sl. níu ár. Fyrir hönd Þristavina og Perluhópsins sendi ég fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur og minning hans mun lifa hjá okkur öllum.
Sorgarkveðja, Karl Hjartarson
