AUGLÝSINGARFLUG

30. júní 2010

Góðan dag félagar.

Þessa daganna er verið að undirbúa vélina okkar til töku á auglýsingu fyrir bandaríska auglýsingastofu. Verið er að líma yfir Icelandair merkingarnar á vinstri hlið vélarinnar. Ég og Erling Andreassen flugvirki fórum með vélina yfir að skýli Flugfélags Íslands, þvoðum hana og síðan var hún sett inn í skýli þar sem verið er að vinna við merkingarnar. Upptökurnar fara fram á fimmtudag og föstudag ef veður leyfir en ekki er búið að ákveða myndatökustað. Síðasta slökkviflaskan er komin og vélin því flughæf.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.