1. maí 2008
Sælir félagar.
Nú um helgina munu nokkrir flugvirkjar fara norður til Akureyrar til að framkvæma ársskoðun á Páli Sveinssyni undir stjórn Kristjáns Tryggvasonar. Undirritaður fer með þeim sem „messagutti“ og sér um þrif og bón. Það væri allt í lagi ef einhver norðan heiða kíkti á okkur á Flugsafninu og rétti hjálparhönd við að bóna á laugardag eða sunnudag. Að öllu óbreyttu ætti þetta að takast um helgina og þá verður Páll tilbúinn fyrir sumarið.
Lifið heil, Karl Hjartarson