6. maí 2008
Góðan daginn félagar.
Á laugardagsmorgun voru mættir í Flugsafnið á Akureyri góður hópur manna til að framkvæma ársskoðun á Páli Sveinssyni. Erling, Birkir, Gísli og Kristján flugvirkjar. Siggi Pé radíóvirki og undirritaður. Þennan sama dag var svokallaður safnadagur í Eyjafirði og því urðum við að vinna með áhorfendur. Er skemmst frá að segja að allt gékk eftir áætlun, vélin í frábæru ástandi eftir veturinn. Eftir hádegi á sunnudag kom Björn Th flugmaður norður og annaðist uppkeyrsluna og allt gékk eftir og þessu ollu lokið um kl. 17:00 á sunnudag.
Við fengum höfðinglegar móttökur hjá Akureyringum og félagið er afar þakklátt Flugsafni Akureyrar fyrir geymslu á vélinni og ekki síst aðstoðina við skoðunina. Flugvirkjar Flugfélags Íslands á Akureyri eiga líka þakkir skilið fyrir sinn þátt. Nú stendur vélin utan við safnið á Akureyri og bíður sumarsins.
Ég vil hvetja alla sem eiga leið um Akureyri að koma við á Flugsafninu og berja augu það sem þar er.
Sjáumst á aðalfundinum.
Kveðja, Karl Hjartarson