29. apríl 2009
Sælir félagar.
Nú um helgina verður hefðbundin ársskoðun á vélinni okkar framkvæmd. Við förum nokkrir norður á Akureyri undir stjórn Kristjáns Tryggvasonar flugvirkja. Skoðunin verður framkvæmd í húsnæði Flugsafns Íslands sem er 10 ára um þessar mundir. Verður reynt að ljúka það miklu svo hægt verði að fljúga vélinni suður yfir heiðar í maí til að gera fullnaðarskoðun fyrir sumarið. Læt ykkur fylgjast með hér á síðunni hvernig gengur.
Kveðja, Karl Hjartarson