ÁRSSKOÐUN

6. maí 2009

Sælir félagar.

Um síðustu helgi var framkvæmd svokölluð ársskoðun á Páli Sveinssyni. Það var vaskur hópur undir stjórn Kristjáns Tryggvasonar flugvirkja sem stóð að skoðuninni. Þetta voru Birkir, Þór, Erling, Elentínus og Páll. Einnig var í hópnum Sigurður P radíóvirki og undirritaður sem sá um þrif og tiltekt. Flugsafn Íslands átti 10 ára afmæli föstudaginn 1. maí og á laugardeginum var svokallaður safnadagur á Akureyri. Því var opið hús á flugsafninu báða dagana og gestirnir, sem skiptu hundruðum ef ekki þúsundum, voru á vappi innan um okkur sem vorum að vinna við vélina. Þetta gerði skoðunnarvinnuna mjög sérstaka og lifandi. Þess skal getið að allur viðgjörningur norðlendinga var til fyrirmyndar og alltaf tilhlökkunarefni að koma á flugsafnið. Það skyggði þó á hjá okkur að annar rafgeymir vélarinnar skemmdist og er nú unnið að því að fá annan geymi. Því var ekki hægt að gangsetja vélina og keyra upp eins og kallað er. Verður það gert eins fljótt og hægt er og þá má búast við að vélinni verði flogið til Reykjavíkur og við förum að heyra í vorboðanum eins og margir kalla vélina okkar. Stjórn félagsins er nú að vinna að flugplani sumarsins.

Félagskveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.