17. júní 2011
Sælir félagar.
Ekki tókst að fljúga Páli Sveinssyni til Akureyrar. Vegna þoku var ekki flugfært en eins og flestir vita þá er aðeins hægt að fljúga sjónflug á Páli. En vélin yfirflaug Reykjavík nokkrum sinnum í boði Icelandair. reynt verður að koma vélinni norður eins fljótt og veður leyfir.
Kveðja, Karl Hjartarson