ÁGÚSTFRÉTTIR

10. ágúst 2011

Sælir félagar.

Vélin okkar fór í Múlakot um verslunarmannahelgina en var flogið til Reykjavíkur á sunnudeginum vegna slæmrar veðurspár. Í dag voru Erling Andreassen flugvirki og Siggi Pé radíóvirki að vinna í vélinni. Flugfélag Íslands var okkur innanhandar við að taka vélina inn í skýli hjá sér og eins lánuðu þeir okkur mannskap og tæki við að koma vélinni að og frá skýlinu. Það er lítið annað um að vera í augnablikinu en ég læt vita hér á síðunni ef eitthvað gerist.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.