AFMÆLI AKUREYRAR

5. september 2012

Sælir félagar.

Laugardaginn 1. sept. fór ég ásamt Erling Andreassyni flugvirkja til Akureyrar. Erindið var að fljúga Páli Sveinssyni yfir miðbæ Akureyrar vegna hátíðarhalda af tilefni 150 ára afmæli Akureyrar. Var þetta fyrsta flug vélarinnar eftir að hafa fengið flugskírteinið aftur. Flugmenn voru Arngrímur Jóhannsson og Hallgrímur Jónsson. Þetta var stutt en skemmtilegt lágflug yfir Akureyri í þokkalegu veðri og gékk eins og í sögu.

Lítið er á döfinni framundan annað en að koma vélinni inn á safn fyrir veturinn og verður farið að huga að því fljótlega.

Kveðja, Karl Hjartarson

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.