AF HÚSNÆÐISMÁLUM, TF-ISB OG VETRARSTARFI

5. september 2005

Undirritaður hefur verið samningur við Landsvirkjun um að Þristavinafélagið fái húsnæði Landsvirkjunar, sem kallaðir eru Ólafsvellir, endurgjaldslaust. Húsnæði þetta er í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal.

Þristavinafélagið mun nýta húsnæðið til geymslu og að vinna að endurgerð TF-ISB. Við fengum húsnæðið til afnota um leið og samningurinn var undirritaður. Síðustu flugum sumarsins er lokið.

Flogið var á fjölskylduhátíð Icelandair og á flugsýningu Flugmálafélagsins á menningarnótt.

Síðastliðinn föstudag og laugardag var svo flogið með stuðningsaðila okkar þ.e. stjórnarmenn og stjórnendur FL group, fólk frá Landsbanka Íslands og R. Sigmundsson.

Einng var farið til Keflavíkur og teknar myndir af vélinni innan um B757 og B767 vélar Icelandair. Vélin er komin úr tryggingu núna og verður lagt í vetur eins og undanfarna vetur.

Undirbúningur að vetrarstarfinu er hafinn og stjórin er að skipulegga það og vinna í endurgerð ISB. Við þurfum hjálp félagsmanna til að gera hana upp. Við munum kynna þær hugmyndir sem við höfum um endurbygginguna fljótlega sem og fjárhagsáætlun við endurgerðina. Vinna við að fara í gegnum félagatalið og lagfæra það er í fullum gangi. Við erum búnir að fá nýja aðila til að fara í gegnum það og yfirfara, það ætti að vera tilbúið fljótlega til að fara inná netið. (05.09.2005.SBO)

Nýjustu fréttirnar

Saga Gunnarsholts

Sveinn Runólfsson, fyrverandi Landgræðslustjóri og varaformaður Þristavinafélagsins, hefur skrifað bók um sögu Gunnarsholts....

Lesa frétt

SKRÁ MIG Á PÓSTLISTA ÞRISTAVINA

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.